Sviti

ég svitna mikið á höfði á næturnar meðann ég er sofandi og er koddi rennandi blautur og eins heldur þetta fyrir mér vöku stundum. Ég er á ýmsum lyfjum við hjartaóreglu, gátatifi og háþrýsting. Er þetta eitthvað sem er hægt að gera við.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Mögulega er ástæðan fyrir þessu vandamáli vegna undirliggjandi sjúkdóma í hjarta og æðakerfinu sem þú ert að glíma við eða aukaverkun lyfjameðferðarinnar sem þú þarft á að halda.

Ræddu við lækninn þinn um þetta og mögulega er hægt að stilla lyfin þín betur af m.t.t. að mæta þessu

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur