Sviti

Af hverju svitna sumir karlmenn svo mikið að föt eyðileggjast.

Sæl/ll og takk fyrir

Mikil svitamyndun er ákaflega einstaklingsbundin og ekki eingöngu bundin við kyn eins og nýlegar rannsóknir hafa sýnt.

Margar kenningar eru til um tengingu við fæðu og önnur efnaskipti en ekkert eitt svar er til, einstaklingar verða í raun að þreifa sig áfram með hvað hefur áhrif á þeirra líkama.

Ég vil benda þér á góða grein um svita og hvers vegna við svitnum HÉR

Gangi þér vel