Spurning:
Ég tek inn kvíðalyfið míanserín 50mg og Imovane 7,5mg f. svefn. Að morgni tek ég 20mg af Cípralex. Mig svíður örlítið af svita á enni sem lekur niður. Er samhengi þarna á milli?
Svar:
Möguleiki er á að Cipralex geti valdið eitthvað aukinni svitamyndun. Ég sé þó ekki að samsetning svitans ætti að breytast þannig að það valdi meiri sviða í augum en sviti gerir yfirleitt.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson,
lyfjafræðingur