Svuntu- og brjóstaaðgerð, tilboð?

Spurning:
Sæll Ottó.
Ég sendi þér fyrispurn um daginn en mig langaði að vita hvort að það væru langir biðlistar eftir svuntuaðgerð eða brjóstaaðgerð? Ég hef verið að skoða aðrar fyrirspurnir og skildi ekki alveg svarið við einni þar sem þú sagðir að hægt væri að laga slit á maga ef megnið væri fyrir ofan hann? Ég á 3 börn og er 27 ára gömul, 58 kg en er með slappan maga og mikið slitin þ.e.a.s allur kviðurinn og aðeins fyrir ofan nafla, ég veit að það er best að panta tíma og láta líta á þetta og ég mun gera það ef biðlistar eru ekki langir. Ég vil reyna að nýta sumarfríið mitt að hluta í þetta þar sem það tekur 4-6 vikur að jafna sig. Hvað kostar svona aðgerð? Kostar ekki silikon 200.000? Eruð þið ekki með pakkatilboð :)))))) Með kærri kveðju xxx 🙂

Svar:
Komdu sæl aftur,

Slit frá nafla og niður undir lífbein fara við svuntuaðgerð.
Eins og er eru eftir ein 2-3 pláss í svuntuaðgerð fyrir sumarfrí í lok júni. Svunta kostar 350.000, brjóstastækkun 225.000.
Láttu sjá þig sem fyrst ef þú ert að spekúlera.

Kær kveðja
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir