Sykursýki?

Fyrirspurn:


þannig er mál með vexti að besta vinkona mín er sykursjúk greindist  8 ára gömul. Fyrir 2 árum síðan þá vildi hún endilega mæla sykurinn hjá mér hann var 16 á mælinum og hún sagði mér að bruna mér til læknis ég gerði það ekki hún hefur nokkrum sinnum mælt mig síðan þá og ég er alltaf á bilinu 8 – 19 á mælinum hennar. Hún er fullviss um það að ég sé með sykursýki……… en ekki ég ætti ég ekki að hafa einhver einknni ef svo væri. Ég er í kjörþyngd (mætti hreyfa mig meira) og er heilsuhraust.
Af hverju mælist ég svona há?

Aldur:
25

Kyn:
Kvenmaður

Svar: 

Sæl og takk fyrir fyrirspurn,

Ég ætla að láta fylgja hér grein sem fjallar almennt um sykursýki þér til upplýsinga. Ef væri um að ræða hjá þér sykursýki þá værir þú án efa farin að finna fyrir einkennum eins og þorsta, þreytu, með tíð þvaglát, lystarleysi og jafnvel þyngdartap.
Varðandi þessar mælingar þá þekki ég ekki forsögu málsins þ.e.a.s var um eina staka mælingu að ræða, var mæling gerð að morgni eða kvöldi, hve langt var síðan fæðuinntaka átti sér stað og hvað þú varst búin var borðað? Allt þetta allt skiptir miklu máli. Ein stök mæling segir kannski ekki svo mikið. Til greiningar á sjúkdómum er stuðst við fastandi blóðsykursmælingu.
Annars er það ráð að panta tíma hjá þínum heimilislækni og ræða málin.

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is