Tæknifrjóvgun – þarf að liggja?

Spurning:
Góðan daginn.
Ég fór í tæknifrjókun í mars sl. og það tókst ekki. Nú eru allir að rugla í mér og segja mér að maður þurfi að liggja eftir uppsetningu sæðisins. Hver er rétta aðferðin í þessu? – á að hengja mann upp á löppunum eða hvað?
Ein soldið ráðvillt, kveðja.

Svar:
Það er venjan að ráðleggja konum að liggja fyrir í 1-2 tíma og taka það rólega þann daginn sem sæðingin fer fram. Það er líka skynsamlegra að vera ekki í neinu ati, eins og leikfimi, dagana á eftir. Annars er fátt að gera – sæðisfruma og egg ná saman ef þess er nokkur kostur.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir