Tannverkur tengdur hreyfingu

Góðan dag,
Ég fæ alltaf verki í tennur, ekki allar í einu og ekki alltaf þær sömu, eftir, um og innan við, klukkutíma göngutúr. Ég er ekki í kraftgöngu.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að segja til um hvað getur framkallað þetta orsakasamband en það getur verið að þegar þér hitnar af göngunni skapi hitinn þrýsting á taugaenda sem gefa þessi einkenni eða að þú bítir svona fast á jaxlinn við gönguna. Best er að ráðfæra sig við tannlækninn þinn, hann getur tekið mynd og gengið úr skugga um að ekkert sé að tönnunum.

Eins hefur verið lýst að einkenni frá hjarta geti framkallað verk upp í kjálka svo ef þú átt einhverja sögu um hjartavandamál eða grunar að það geti tengst skaltu ræða við lækninn þinn.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur