Taugaveiki

Meðferð, lækning

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Taugaveiki smitast með bakteríu sem kallast Salmonella typhi og er algengari í þróunarlöndunum en í þróuðu ríkjunum og er alvarlegur, sérstaklega fyrir börn.

Taugaveiki smitast með menguðum mat og vatni, eða við náin samskipti við sýktan einstakling. Einkenni geta verið hár hiti, höfuðverkur, kviðverkur sem fylgir hægðatregða eða niðurgangur. Einkennin koma fram um 1-3 vikum eftir að hafa verið útsett fyrir bakteríunni.

Flestir einstaklingar með taugaveiki sem fá sýklalyf ná sér eftir nokkra daga eftir að sýklalyfjameðferð hefst, en einhver hluti deyr af fylgikvillum sjúkdómsins.

Til er bóluefni við taugaveiki, það er gefið þeim sem eru að fara á svæði sem taugaveiki er algeng. Bóluefnið dugar í 2 ár.

Vona að þetta hafi svarað þinni spurningu

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur