Taugaverkir

Ég er búin að vera slæm af verkjum framaní öðru lærinu nú um hríð, verkurinn byrjaði sem sár sstunga frá mjaðmalið og niður í fótinn þegar ég gekk upp tröppur, þannig að ég gekk eins og litlu börnin alltaf með verkjalausa fótinn á undanog hinn á eftir. Þetta byrjaði fyrir 3. mán. Nú er þetta komið ´framan á lærið og í spjaldbakið þetta er verkur sem einna helst minnir á mjög sáran tannverk, hann er ekki stöðugur, ég finn t.d. ekki til ef ég sit í stól þar sem hnén og lærið eru í sömu stöðu eða hærri en mjöðmin, eins get ég fundið mér sársaukalitla / lausa stellingu í rúmminu. Það koma fyrir verkjalitlar stundir í hreyfingu, en þeim fækkar.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það kemur ekki fram í fyrirspurninni hvort þú hafir leitað til læknis allan þennan tíma en ég vona svo sannarlega að þú hafir gert það.

3 mánuðir er langur tími og þetta þarf að sjálfsögðu að athuga, þú getur ekki verið svona og auk þess er þér að versna.

Það þarf að finna orsökina fyrir þessum verkjum og það er ekki hægt að gera nema gera rannsóknir og  framkvæma góða skoðun.

Svo mín ráðlegging er að þú pantir tíma hjá þínum heimilislækni sem allra fyrst.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur