Taugaverkir

Ég er með taugaskaða í báðum fótum og er búinn að prófa öll taugalyf og ekkert þeirra hentar mér (gera meira illt en gott)

Nú er svo komið að ég hef tekið 6 tradolan 50 mg og 4 parkódin forte og 3 sobril svona frá kl 16 til um 23 á hverjum degi í dálítinn tíma.

En það er ekki að virka lengur ég vakna oft upp á næturnar grátandi af sársauka og er byrjaður að ganga eins og ég sé með staurfætur.

Læknirinn minn segir að það sé ekkert annað í boði en þessi lyf en ég er við það að gefast upp á þessum sársauka.

Eru þessi lyf það eina sem er í boði fyrir mig?

35 ára kk

Sæll.

Þitt vandamál er greinlega flókið og þarfnast skoðunar hjá sérfræðingum í verkjameðferð. Reykjalundur er t.d. með verkjateymi sem sérhæfir sig í þrálátum verkjum með eða án þekktra orsaka. Ég ráðlegg þér að athuga hjá þínum lækni hvort þú getir fengið beiðni í slíka endurhæfingu á Reykjalundi. Hér fyrir neðan er slóð með upplýsingum um verkjateymi Reykjalundar.

https://www.reykjalundur.is/sjuklingar-og-adstandendur/verkjateymi/

Gangi þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir,
hjúkrunarfræðingur