Taugaverkur við eyra

Ég taldi þetta vera vegna sýkingar í eyra, en læknir segir það ekki vera. Hvað getur annað orsakað svona sára stingi við eyra og upp í höfuð.?
Ég er ekki með skemmdar tennur.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Algengustu ástæður fyrir verk í eyra eru sýkingar  í kjölfar vökvasöfnunar eða truflunar í vökvaflæði í innra eyra. Aðrar ástæður geta verið;

  • áverki á höfuð eða eyra
  • sýking í ytri eyrnagöngum
  • sýking í ytra eyra, brjóski eða eyrnasneplum
  • erting eða sýking við taugar í eyra
  • hálsbólga
  • bólgur við kjálkaliði t.d. eftir að gnísta tönnum eða skakkt bit
  • söfnun eyrnamergs í eyra

Ef búið er að skoða eyrað af lækni og útiloka bólgur og eyrnamerg má athuga hvort verkur komi út frá kjálkaliðum.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur