Teratoma

Hver er meðferðin við því ef teratuma greinist í eggjastokki og hvernig er hann/þeir teknir? Hver er eftirmeðferðin?

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Eggjastokkaæxli (e. ovarian teratomas) eru venjulega fjarlægð með skurðaðgerð ef þau eru smá. Þá er skorinn lítill skurður á kviðinn og komið fyrir litlu tæki sem fjarlægir það sem fjarlægja þarf, þessi aðgerð er framkvæmd með þjarka (e. robotic surgery) og eru þær mjög nákvæmar. Í sumum tilvikum þarf að fjarlægja part af eða allan eggjastokkinn. Eftir aðgerð þurfa flestar konur að gangast undir krabbameinslyfjameðferð til að koma í veg fyrir bakslag. í sumum tilvikum byrja konur á lyfjameðferð fyrir aðgerð ef æxlið er stórt. Geislameðferð er orðin sjaldgæf meðferð við eggjastokkakrabbameini.

Hins vegar eru margir þættir spila inn í (t.d tegund æxlis, aldur, heilsufarssaga, o.fl) og eru sérfræðingar á þessu sviði best til þess búnir að meta hvernig meðferð hentar með tilliti til þessara þátta. Þetta er því eitthvað sem hver og einn þarf að ræða við sinn lækni.

Gangi þér sem allra best,

kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur