Mig vantar að vita hver ástæðan gæti verið fyrir lágu testasteron ég er kk 48 ára. Fékk að vita í dag að ég þarf að sprauta mig 1 sinnum í viku í mánuð. Svo aftur í blóðprufu.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Ástæðan fyrir lágri framleiðslu á testosteroni hefur helst verið tengd við hækkandi lífaldur, þ.e. líkurnar aukast með hækkandi aldri, ekki ólíkt því sem gerist hjá konum á breytingarskeiði.
Aðrar ástæður eru þekktar eins og sykursýki, offita og meðfæddur galli við framleiðslu á hormóninu.
Ég læt fylgja með slóð á ágæta umfjöllun á ensku HÉR sem getur mögulega gagnast þér
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur