þindin

hvert er hlutverk þindar?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þindin er þunnur vöðvi neðan á brjóstkassanum og skilur brjóstholið (þar sem hjarta og lungun eru)  frá kviðarholi (þar sem meltingarfærin eru). Hlutverk hennar er að stuðla að öndunarhreyfingum sem aðstoða við hvoru tveggja inn og útöndun.

Þú getur lesið þér betur til HÉR

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur