Thiomersal?

Spurning:
Innihalda bóluefni sem gefin eru íslenskum börnum efnið Thiomersal (einnig nefnt Thimerosal), og ef svo er, þá hversu mikið? (í míkrógrömmum per skammt)

Svar:
Ekkert bóluefni sem gefið er íslenskum ungbörnum í ungbarnabólusetningu inniheldur thiomersal. Aðeins tvö bóluefni sem eru á markaði innihalda thiomersal:

1) Hepatitis B bóluefni (Engerix-B) er einungis gefið ungbörnum sem eru í mikill hættu að fá lifrarbólgu B; inniheldur 50 microgr. thiomersal

2) Diftavax: inniheldur bóluefni gegn barnaveiki og stífkrampa: Það er gefið 14 ára börnum og inniheldur 50 microgr. thiomersal.

Með kveðju

Þórólfur Guðnason
yfirlæknir bólusetningaverkefna á
sóttvarnasviði Landlæknisembættisins