Þreyta

Eg verð stundum eða kannski frekar oft og þá verð eg svo þreytt í tungurótunum að eg get varla talað er þvôglumælt þetta stendur yfir í dágóðan tíma vildi vita hvort þetta sé eðlilegt????

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Nú geri ég mér ekki grein fyrir hvort þú ert að segjast vera almennt oft þreytt og eitt af einkennum sé þreyta í tungurótinni eða ert bara með einkenni frá tungurótinni.   Ef þessi einkenni halda áfram skaltu leita til þín heimilislæknis því það gæti verið að þú sért með einhverja sýkingu í munni sem þarf þá að meðhöndla.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur