þurkur

ég er 77 ára og er með þurk að neðan erfitt að þurka sér eftir kl, ferðir hvað er til við því?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef þú ert kvenmaður og ert að meina þurrk við þvagrás og leggöng eru til ýmis rakakrem án lyfseðils í apóteki. Eins er betra að hafa mjúkan klósettpappír og jafnvel bleyta aðeins í honum.  Ég ráðlegg þér samt að hafa samband við þinn heimilislækni til að fá frekari greiningu til að útiloka sýkingu og eins er þurrkur í leggöngum oft meðhöndlaður með hormónalyfjum.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur