Góðan daginn, ég er með hvítan þurk á forhúðinni minni, og húðin er mjög stíf þegar ég er í reisn, veit ekki til hvernig læknis ég á að leita? langar að losna við þetta sem fyrst.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Venjuleg rakagefandi krem án ilm og lyktarefna ættu að duga ásamt því að fara varlega með að nota sápu.
Ef það er ekki að duga þá færðu aðstoð á þinni heilsugæslu hvað þetta varðar, bæði varðandi þurrkinn og eftirgefanleika á forhúðinni. Ekki hika við að panta þér tíma og ræða við heilsugæslulækni á þinni heilsugæslu.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur