Þurkur í hálsinum

Hef verið með þurk í hálsinum frá því í lok desember fór til háls nef og eyrnalæknis í lok maí sem tók sýni fann ekkert en samt er èg ennþá með þurran háls hef ekki hugmynd hvað þetta getur verið

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er ýmislegt sem getur valdið þurrki í hálsi og munn, bæði sjúkdómdstengdar orsakir og utanaðkomandi. Eins geta mörg lyf valdið munnþurrki og þurrki í hálsi og má þar nefna geðlyf, parkinsonlyf, sum magalyf, sjóveikilyf, ofnæmislyf, blóðþrýsingslyf, asma og þvagræsilyf.

Svo er þurrkur einnig einn af fylgifiskum ellinar. En með hækkandi aldri dregur úr starfsemi slímhúðarkirtla og kirtla sem framleiða meltingarsafa.

Ég myndi ráðleggja þér að auka rakann í  umhverfi þínu, bæði með því að fá betri loftgæði (með aðstoð rakatækis eða fá ferskara loft á heimili/vinnustað) og halda vel að þér vökva jafnt og þétt yfir daginn, forðastu sykur og leitaðu svo aftur til læknis til að fá frekari og ítarlegri ráðleggingar.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.