Ég er 26 ára karlmaður í sambandi, þriggja ára, og er að kljást við frekar óþægilegar aðstæður sem hafa verið til staðar
síðustu rúm tvö ár.
Ég er mjög þurr og það er ílla lyktandi, það er þaæ sterk lykt að ég neyðisr alltaf að þvo hendurnar með sápu til að fjærlægja þefinn við minnstu snertingu.
Kynlífið er bærilegt en óþægilegt eftir á, finnst svæðið mjög viðkvæmt við snertingu og mikill erting. Umfram allt þarf ég alltaf að vera með NÓG af sleipiefni.
Ég hef fengið sveppasýkingu inná milli og þá hefur þetta aðeins lagast en verður aftur svipað, soldið eins og plástur en auðvitað er þetta ekki langtímalausn.
Ég þríf mig daglega með barnaolíu og skipti um nærbuxur daglega.
Síðast sagði hjúkkan að það næsta í stöðunni væri að fara til þvagfæralæknis, er það rétt? Og ef já, hvernig getur það hjálpað og fundið lausn?
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Væntanlega er hjúkrunarfræðingurinn sem þú hefur fengið aðstoð hjá að hugsa um að vísa þér áfram til sérfræðings sem getur kannski aðstoðað þig betur með þetta vandamál.
Algengast er að um sveppasýkingu sé að ræða og þar sem þú virðist skána tímabundið er þetta mögulega einhver þrálát sýking sem lætur ekki undan venjulegri meðferð.
Gættu þess að olían og sleipiefnin sem þú ert að nota sé algerlega lyktar og ilmefnalaus, annars getur þú verið að viðhalda ástandinu og mögulega gert illt verra með því að erta húðina.
Þegar venjuleg úrræði eru ekki að leysa vandann er eðlilegt að leita ráða hjá sérfræðingi, í þessu tilviki þvagfæralæknis.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur