Ég er 21 árs og hef verið að glíma við phimosis frá fæðingu. Ég ákvað að reyna að laga það og tókst með daktacort en nú er ég hinsvegar í því veseni að kóngurinn er mjög viðkvæmur þó að ég hef alltaf frá 19 ára aldri brett forhúðina til baka þegar ég fer á klósettið og þegar ég fer í sturtu. Ég fór til þvagfæralæknis útaf þessu og hann lét mig hafa dermovat til að bera á kónginn, það virkaði illa og hann sagði mér að reyna að harka þetta af mér og vera duglegur að koma við kónginn og reyna að byggja upp ,,þol“ . Ég held að orsökin gæti verið að þegar ég stundaði sjálfsfróun þá bretti ég aldrei upp forhúðina og greip frekast fast í typpið og kom aldrei við kónginn og er smá fjólublár í kringum kónginn. Kóngurinn er núna yfirleitt frekar þurr hjá mér þó að ég drekk mikið af vatni og borða yfirleitt hollt.
Ég bretti nú alltaf upp forhúðina og kem alltaf við kónginn þegar ég stunda sjálfsfróun en mér finnst það frekar óþægilegt en þegar ég nota sleipiefni verður það mjög þægilegt. Þetta hindrar mig samt að fá standpínu útaf óþægindur þegar ég stunda kynlíf og er einhver lausn eins og að bera E45 krem á kónginn eða eitthvað.
Yrði ánægðastur í heiminum ef ég fengi einhverja hjálp við þessu
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Það að kóngurinn sé blár getur verið merki um tregt blóðflæði og þröng forhúð getur valdið því. Ég ráðlegg þér því eindregið að fara aftur til þvagfæraskurðlæknis og fá endurmat, hvort það sé til önnur/fleiri kremmeðferðir eða hvort umskurður sé lausnin á þínu vandamáli.
Gangi þér vel
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur