Þurrkur a kynfæri karla

Góðan dag, ég er umskorinn þrítugur karlmaður. Seinustu tvö ár hef ég verið að glíma við þurrk á typpahausnum, penis glans (er ekki viss hvernig það er borið fram á íslensku) og stundum fylgir vond lykt. Ég hef profað hitt og þetta, m.a sveppakrem, kókosolíu, vaselin, aloe vera, notast við engin hreinsiefni þ.e sápu eða slíkt, hef prófað að nota sápu lausa sápu sem ætluð er fyrir viðkvæmsvæði kvenna sem hefur ph gildi, ég nota ávallt ofnæmisprófað þvottaefni frá natural. Mig langar til að ath hvort þið hafið einhverjar ráðleggingar eða er best að láta skoða í persónu á stofu?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú virðist hafa prufað flest það sem hægt er að ráðleggja þér og meðvitaður um hreinlæti og sápunotkun svo næsta skref er að fara til heilsugæslulæknis og fá frekari aðstoð með þetta vandamál.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur