Þvagfærastrimlar

Daginn. Mér var sagt að kaupa þvagfærastrimla og testa mig annað slagið en ég bara kann ekki að lesa út úr þeim. Er ekki viss hvað LEU, NIT, PRO,GLU,BLO hvað þetta þýðir allt saman

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

 

LEU; leukocytes – blóðkorn

NIT; nitrite – sölt

PRO; protein – prótein

GLU; glucose – sykur

BLO; blood – blóð

Ef það kemur t.d. jákvætt í leukocytes, nitrite og prótein þá er það vísbending um þvagfærasýkingu.

Komi jákvætt í glucosa er ráðlagt að kanna blóðsykurinn.

Komi jákvætt í blóðinu, og það er ekki tíðarblóð, er ráðlagt að leita læknis og láta kanna það frekar.

Vonandi svara þetta einhverju,

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.