Er búinn að liggja heima í viku með þétta vesen í blöðunnni. Byrjaði sem sviði í þvagrás við þvaglát fór svo stigversnandi daginn eftir og var eins og blaðran væri að springa en þvag kom bara í dropatali við miklar kvaðir. Eins og að reyna að pissa rakvélablöðum. Fór á læknavaktina í Austurveri og lét læknirinn mig hafa sýklalyf við þessu. Næstu þrír dagar voru algjört helvíti. Hef ekki kynnt svona kvölum áður.Vaknandi á 30 mínútna fresti til að reyna að kreysta út nokkrum dropum. Var með 39* hita og fékk svakaleg kuldaköst með þessu ásamt höfuðverkjum. Í dag er ég með nokkrar kommur en fæ mikil svitaköst að nóttu til og þvaglát gengur mun betur. Hvenær er mér óhætt að byrja að vinna aftur?
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Ég myndi ráðleggja þér að fara ekki í vinnu fyrr en þú ert orðinn einkennalaus. Passaðu að klára sýklalyfjakúrinn og drekka vel af vökva, ekki mjög sykruðum, til að hreinsa vel út. Haldi þessi einkenni hinsvegar áfram eftir að sýklalyfjakúr er lokið að þá myndi ég segja að þú ættir að ráðfæra þig við lækninn þinn aftur.
Gangi þér vel
Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur