Þvagleki

Nú fór ég BHKK brottnám og svo í geislameðferð og nú ca 1/2 ári efti geislann er ég með mikinn þvaklek og þarf að setja á mig 2 til 3 bleijur á dag í vinnunni er þettað komið til að vera.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þvagleki eftir svona meðferð er einn af áhættuþáttunum og ákaflega einstaklingsbundið hver hratt og hve vel það gengur yfir.

Þú skalt ræða við þinn lækni um hverju þú megir búast við í þínu tilfelli, hversu lengi þvaglekinn er að lagast og hversu mikið búast megi við að hann lagist.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur