Þvagsýrugigt.

Af hverju fær maður þvagsýrugigt. Ég er 68 ára karlm. ég hef fengð þennan fjanda áður og var það mjög slæmt tilfelli. Fór til læknis og hann gaf mér lyf gegn því. Síðan er ég að taka daglega lyf sem eiga að vera fyrirbyggjandi. Ég hef verið með smá seiðing af og til og fann fyrir þessu aðeins í gær og vaknaði síðan í morgun með það mikinn verk að ég á vont með að stíga í fótinn. Ég vil nú taka það fram að ég ætla að leita til læknis á morgun út af þessu. Takk fyrir.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þvagsýrugigt er vegna uppsöfnunar á þvagsýrukristöllum í liðum.  Þvagsýra myndast við niðurbrot á kjarnsýrum sem er efni sem er eðlilega í líkamanum. Nýrum sjá um að skilja út þvagsýruna en ef niðurbrotið er óeðlilega mikið eða útskilnaður þvagsýrunnar of hægur getur hún safnast upp og umbreyst í flugbeitta kristalla sem setjast í liði og vefi í kringum,oftast í lið stórutáar en einnig ökla,hné,úlnlið,olnboga eða fingurliði og valda mikilum sársauka.

Einhverjar matartegundir hafa verið tengdar við aukna þvagsýrframleiðslu eins og rautt kjöt,drykkir með viðbættri frúktósu og áfengi. Offita,ómeðhöndlaður háþrýstingur,sum lyf,fjölskyldusaga hafa einnig tengsl við aukna þvagsýrumyndun í líkamanum.

Best er fyrir þig að ræða þín einkenni og sjúkdómsmynd við þinn lækni sem getur frekar leiðbeint þér hvernig minnka má líkur á öðru þvagsýrugigtakasti.

 

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir,hjúkrunarfræðingur