þvagtregða

pissa litið i hvert skipti þarf oft að fara a vc

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Nú kemur ekki fram hvort þú ert karlkyns eða kona.

Konur sem pissa lítið í einu en oft geta verið að glíma við þvagfærasýkingu eða einhverja truflun á starfssemi þvagblöðru, þá gjarnan í tengslum við barnsfæðingar.

Allir geta glímt við þessi einkenni ef þeir drekka of lítið af vatni eða eru með hægðatregðu.

Algengasta orsökin hjá körlum er góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli. Ef það er málið getur þú lesið þér betur til í áður birtu svari HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur