Þyngjast

Hæ ég er 54 éra kona og á erfitt með að fitna. Ég er 157 á hæð og 56 kg hvað get ég gert til að reyna að bæta a mig svona 5 til 10 kg.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Helsta markmiði þitt ætti að borða orkuefnaríku fæðu.

Velja fæðu sem er há í hitaeiningum t.d. í mjólkurafurðum. Nota rjóma í sósur og kaffi, auka inntöku á hnetum og fituríkum matvælum, en fita gefur helmingi fleiri hitaeiningar á hvert gramm en kolvetni.

Borða reglubundið amk fjórar máltíðir á dag og auka magnið sem og nýta sér orku- og næringaefnablöndur. Þær eru bæði hægt að náglast í næstu matvöruverslun sem og apótekum.

Ef þetta eru ráð sem þú hefur nú þegar reynt, þá hvet ég þig til að leita næringarfræðings. Heilsuvernd býður uppá viðtal og næringaráðgjöf. Tímapantanir eru í síma 5106500

 

Gangi þér vel,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.