88 ára kona, líkamlega mjög hress en þjáist af þyngslum eð þrýstingi yfir höfði. Þetta er ekki höfuðverkur. Hún hefur enga sjúkdóma og hefur stundað útivist. Nú eru þessi þyngsli yfir höfði búin að vera í um ár. Hvað er til ráða?
Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir höfuðþyngslum eða þrýstingi yfir höfði. Til að eitthvað sé hægt að ráðleggja með meðferð þarf orsökin að liggja fyrir, og því ráðlegg ég að konan leiti til síns heimilislæknis til að byrja með.
Gangi ykkur vel,
Svanbjörg Pálsdóttir
Hjúkrunarfræðingur