Er eðlilegt að losa þvag ca 4 sinnum á nóttu milli 12 og 6. Það er ekki lítið í hvert skipti. Ég hef reynt að halda í mér og hundsa tilfinninguna en það verður til þess að trufla svefninn en meira.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.
Það að þurfa á klósett fjórum sinnum yfir nóttina er ekki talið eðlilegt ástand, en það þarf þó ekki að vera alvarlegt. Ástæðurnar geta verið mjög margar, fer eftir aldri, kyni ofl.
Ofvirkni í þvagblöðru, en það er algengara hjá konum. Vöðvinn sem stýrir tæmingu blöðrunar lætur ekki að stjórn. Ástæður geta t.d. verið sykursýki, taugasjúkdómar, tíðarhvörf eða streita.
Fullorðnir karlmenn eiga oft í erfiðleikum með að tæma þvagblöðrunar vegna þrenginga í blöðruhálskirtli og vakna því oft yfir nóttina.
Þar sem aðstæður þínar koma ekki fram í spurningunni þá ráðlegg ég þér að takmarka vövkainntöku eftir kl 20:00 á kvöldin.
Einnig bendi ég þér á góða samantekt um næturþvaglát, https://doktor.is/grein/vandamal-med-thvaglat-hja-fullordnum
Gangi þér vel,
Lára Kristín Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur