Tíðahvörf

Góðan daginn, var að lesa um tíðahvörf á síðunni og tel mig finna þar svör við einkennum sem ég finn fyrir. Þarf ég að fara til læknis til að fá eitthvað við þessu eða er gott að byrja á því að taka Femarelle.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er best fyrir þig að fara til þíns kvensjúkdómalæknis eða heimilislæknis sem getur skorið úr út frá einkennum og blóðprufum, hvort þú sért komin inn á breytingaskeiðið og ef svo er hvaða meðferð hentar þér best á þessu stigi.    Ef einkenni eru væg má byrja á Femarelle eða öðrum viðurkenndum náttúrulyfjum en ef einkenni verða verri þarf yfirleitt öflugri hjálp. Á facebook er spjallvefur „breytingaskeiðið“ þar sem konar skiptast á reynslusögum og ráðum og hægt að fá ýmsan fróðleik og stuðning þar.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir,hjúkrunarfræðingur