Tímalengd blæðinga

Fyrirspurn:

Sæl

Ég er móðir 11 ára stelpu sem byrjaði á blæðingum í ágúst síðasliðnum. Hún er búinn að vera á blæðingum 2-3 síðan þá en núna síðast var hún á blæðingum í heila viku, er það eðlilegt?
Með fyrirfram þökk
Móðir

Aldur:
11

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Það getur verið erfitt að meta hvað teljast miklar blæðingar en tímalengdin getur orðið allt að einni viku. Blæðingar geta verið óreglulegar svona fyrst til að byrja með og er skýringa oft tengt óreglu í hormnónaflæði.
Ég ætla að láta fylgja hér tengil inná grein um blæðingar ykkur til fróðleiks og einnig er fjöldi annarra greina um blæðingar inná Doktor.is – notaðu leitina.

Vona að þessar upplýsingar komi að notum.

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir
Hjfr. og ritsjóri Doktor.is