Tíðar þvagfærasýkingar?

Spurning:
Mig langar að spyrja að hvort það sé eðlilegt að fá 5 þvagfærasýkingar á 10 mánuðum. Eftir síðustu sýkingu sem var frekar slæm í desember fæ ég oft slæma verki í vinstri síðuna. Það er eins og hníf sé stungið inn í síðuna á mér og ég er alltaf með seiðing ofan við lífbeinið. Hvað getur orsakað þetta? Takk fyrir

Svar:
Nei! Það er ekki eðlilegt. Svo tíðar sýkingar krefjast nánari rannsókna (myndgreining, e.t.v. blöðruspeglun) og skoðunar og því óhjákvæmilegt að þú kannir með þá hlið mála hjá þeim lækni sem hefur meðhöndlað þig.

Bestu kv.,

Valur Þór Marteinsson, þvagfæralæknir