Tíðar flensur?

Spurning:

44 ára – Karl

Ónæmiskerfið virkar ekki !  Ég er að standa upp úr minni 5 flensu í vetur, búinn að tapa 6 vikum í vinnu í vetur og sálarlífið er ekki gott eftir slaginn.  Ekkert tóbak, ekkert áfengi, hollt matarræði og regluleg hreyfing (út með hundinn).   Búinn að fara til læknis og nokkrar rannsóknir, allt gott, eina svarið sem ég fékk ekkert við þessu að gera en setja mig í flensusprautu næsta haust.  Ég fór í einhverskonar ónæmispróf og það reyndist í lagi, hef verið að spá í að fara til einhvers homopata og athuga með fæðuofnæmi ? Ég hef átt við sjúkdóm að stríða í 25 ár og hann á að vera þessu óviðkomandi.

Svar:

Sennilegast hefur þú bara verið óheppinn í vetur. Fengið endurteknar veirusýkingar sem mögulega geta tímabundið veikt ónæmiskerfið. Ef um alvarlegar sýkingar eða óvenjulegar er að ræða þá er oft athuguð virkni ónæmiskerfisins með blóðprufu eins og gert hefur verið í þínu tilfelli. Ef allt er eðlilegt er fátt við þessu að gera annað en vona að þú sleppir betur næsta vetur. Mæli með flensusprautu næsta haust.

Kveðja, Einar Eyjólfsson heimilislæknir