Fyrirspurn:
Daginn
Ein spurning hér. Ég er mikil kvefmanneskja, fæ bara kvef lon og don og þá oftast í mánuð eða lengur.
Nú er að koma sumar og ég hef tekið eftir því undanfarin sumur að nefið vill þá oft stíflast. Hef prófað að kaupa lyfið fyrir frjókornaofnæmi í apóteki og það virkaði í smá tíma en ekki eins vel fannst mér.
Getur þetta endalausa kvef verið eitthvað annað?
Kannski sé bara best að fara til háls, nef og eyrnalæknis og athuga hvað hann segir?
Svar:Takk fyrri fyrirspurnina
Nei það er ekki í lagi að kvefast svona oft og ef það er, þá er ástæða til að láta skoða það frekar. Oft er ofnæmi orsökin og um mikið fleiri gerðir getur verið að ræða en bara frjókornaofnæmi. Ég hvet þig eindregið til þess að panta þér tíma hjá Háls, nef og eyrnalækni og fá hann til að aðstoða þig. Til eru greinar á doktor.is um kvef og ofnæmi sem ég hvet þig til að skoða Eins er spurning um að þú hugir sérstaklega vel að þér sjálfri. Tryggir að þú fáir nógan svefn, borðir hollan mat og hreyfir þig til þess að styrkja þitt ónæmiskerfi til að líkaminn verði betur í stakk búin að takast á við þessar tíðu sýkingar. Uppbygging með vítamínum og lýsi hefði líka örugglega góð áhrif.
Með von um góðan bata
Nína Hrönn