Thelma
Hæhæ ég fæ oft titring aftan í hálsinn minn. Það er ekki stöðugt og ekki vont. Þetta er frekar óþægilegt, sérstaklega af því ég veit ekki hvað þetta er og ég væri til í að vita
hvað þetta væri.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Það er erfitt að meta slík einkenni án þess að hafa meiri upplýsingar. Þetta getur stafað út frá t.d. klemmdri taug eða aukaverkun lyfja. Ræddu þetta við þinn heimilislækni, hann getur þá líka vísað þér áfram á sérfræðing eða í sjúkraþjálfun sjái hann þess þörf.
Gangi þér vel.
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.