Trimetoprim?

Spurning:
Sæll doktor
Ég gat ekki fundið neitt efni yfir lifið trimetoprim geturðu hjálpað mér? Kveðja xx í norge
Svar:
Á Íslandi er trimetoprim virka innihaldsefnið í lyfinu Monotrim. Það er einnig annað tveggja virkra efna í lyfinu Primazol.Í Noregi er til lyfið Trimetoprim Orion. Trimetoprim er einnig annað virku efnanna í Bactrim sem er á markaði í Noregi.Upplýsingar af doktor.is:Monotrim  FlokkurInnihaldsefniFramleiðandiSýklalyfTrímetóprím.Gea
Flokkunarnúmer: J 01

Lyfjaform: Töflur: Hver tafla inniheldur 100 mg.

Notkun: Þetta er sýklalyf sem einkum er notað við þvagfærasýkingum bæði í lækningaskyni og til að fyrirbyggja sýkingu.

Skammtar: Venjulegur skammtur fyrir fullorðna: 2 töflur tvisvar á dag við bráðri sýkingu. Þegar lyfið er notað í fyrirbyggjandi skyni, er algengt að taka 1 töflu að kvöldi. Lyfið má gefa börnum allt niður í 2 ára, og ákveður læknir þá skammtinn hverju sinni.

Aukaverkanir: Algengar: Meltingaróþægindi, ógleði, uppköst og kláði. Ef vart verður við húðútbrot á að hætta töku lyfsins og hafa samband við lækni. Sjaldgæfar: Skortur á fólínsýru sem er eitt af B-vítamínunum, og það getur aftur orsakað ákveðna tegund blóðleysis.

Meðganga og brjóstagjöf: Hætta á skaðlegum áhrifum á fóstur. Notið ekki þetta lyf á meðgöngutíma nema læknir telji það bráðnauðsynlegt. Lyfið skilst út í móðurmjólk, en áhrif þess á barnið eru líklega óveruleg. Þó er rétt að ráðfæra sig við lækni ef lyfið er notað að einhverju ráði meðan barn er á brjósti.

Samheitalyf: Metoprim.

Afgreiðsla: 30 eða 100 töflur í glasi.

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur