Tunga

Það er eins og það sé gos á tungunni og rauðar bólur fremst á henni. Ég tek það fram að ég er ekki í gosdrykkju. Getur þetta verið bruni, af því að ég á það til að drekka kaffi sjóðandi heitt.
Með fyrirfram þökk

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Þetta gæti verið bruni en eins gæti verið um munnangur að ræða og þá er gott að nota munnskol sem inniheldur klorhexidin kvölds og morgna eftir að tennur hafa verið burstaðar. Ef einkenni eru ekki minnkandi eftir viku væri ráðlagt að hafa samband við heimilislækni.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur