Tungan

Er með sviða fremst á tungu, sérstaklega þegar eitthvað sterkt t.d. tannkrem situr á tungubroddinum. Litlar bólur eru á fremsta hluta tungunnar. Hvað getur þetta verið? takk fyrir.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ákomur á tungu með sviða geta oft tengist járn- og vítamínskorti. Fyrsta merki um járnskort er oft sviði á tungu og eru einkenni frá tungu koma oft áður en það sést járnskortur í blóði. Munnangur er líka spurning og geta blöðrur og sár inni í munninum stafað af veirum, bakteríum eða sveppum, en stundum fær fólk sár á slímhúð munns aftur og aftur án þess að orsök liggi fyrir.  Séu einkenni lengur en 10 daga er æskilegt að leita til læknis. Læt líka fylgja með slóð þar sem þú finnur svar um samskonar fyrirspurn.

https://doktor.is/fyrirspurn/munnangur-2

http://trendnet.is/karenlind/utlit-tungunnar-og-heilsan/

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.