Tungan

Er búin að vera með sviða í tungunni og óþægindi í kokinu gómnum og niður í háls er búin að fara nokkrum sinnum til læknis og þeir finna ekki neitt búin að fara í blóð prufu og ekkert þar að finna járnið í lagi á tímabili alltaf kjöltandi fékk brjóstsviða töflur og hefur kjöltið minkað mikið búin að fara í lungna myndatöku ekkert fannst búin að vera svona frá áramótum reyndi að fá tíma hjá ofnæmis lækni en fæ ekki fyrr en júní ég 70 ára er þetta ellin er samt orðin deprimeruð

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega halda áfram að heyra í lækninum þínum.  Ef meðferðin sem hann er að láta þig prufa virkar ekki sem skyldi þarf hann að vita af því svo hægt sé að leita annarra leiða til þess að aðstoða þig

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur