Tvīsýni á auga
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Tvísýni getur bæði komið á annað augað eða bæði augun. Til að athuga hvor möguleikinn er þá lokar maður öðru auganu til skiptis. Ef það lagast ef maður lokar öðru auganu þá er svarið komið. Tvísýnin er bara á öðru auganu.
Ef það er í báðum augum er það alvarlegra og gæti tengst öðrum sjúkdómum.
Tvísýni getur komið t.d. vegna:
Á öðru auga: sýkingar (t.d. Herpes eða Ristill), mikið vökvatap.
Á báðum augum: Taugatengt: eins og Myasthena gravis, Graves sjúkdómurinn, MS, Guillian-Barre, taugaskemmdir vegna sykursýki. Tengt heilanum: Mígreni, heilablóðfall, blóðtappi, sýking ofl.
Önnur einkenni sem geta fylgt tvísýni (getur þó komið án annarra einkenna): Höfuðverkur, ógleði, verkur í kringum augu, verkur við að hreyfa augun ofl.
Tvísýni þarf að láta athuga sem allra fyrst, sérstaklega ef það hefur aldrei komið fyrir áður hjá þér. Ég mæli sterklega með að hitta lækni án tafar.
Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur