um bloðþynningarlyf og surefnisnotkun

Vinkona min segir að það getir haft ahrif a bloðþynningarlyf sem eg er a ef eg nota surefni er það rett hja henni

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina,

Útfrá fylgiseðlum helstu blóðþynningarlyfja virðist ekki vera sam- eða milliverkun á milli súrefnis og blóðþynnandi lyfja. Læknirinn sem ávísaði lyfjunum fyrir þig getur veitt frekari upplýsingar, sé þess óskað.

Með kveðju

Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfærðingur