Um bólusetningu barna

Spurning:

Sæll.

Ég hef heyrt oftar en einu sinni að einhver bólusetning geti valdið einhverfu. Einnig að kvikasilfur sé notað sem rotvarnarefni í bólusetningarlyfjum, og þá í miklu magni,(jafnvel það sem orsakar einhverfuna). Hvað er til í þessu?

Svar:

Sæll.

Fullyrðingar um að bólusetning með MMR sprautunni, þ.e. bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, valdi einhverfu eiga sér enga stoð á grunni vísindalegra rannsókna, þrátt fyrir fullyrðingar aðallega eins vísindamanns í Bretlandi. Landlæknir hefur gefið út yfirlýsingar um þetta og eru upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu embættisins:

um einhverfu: http://www.landlaeknir.is/template1.asp?pageid=61
um kvikasilfur: http://www.landlaeknir.is/template1.asp?pageid=62

Bestu kveðjur,
Geir Gunnlaugsson, barnalæknir
Miðstöð heilsuverndar barna.

Geir er formaður Félags um lýðheilsu, lydheilsa.is