Um sáran verk í gangþófa

Ég fæ í hvíldarstellingum, sitjandi í stól, eða í svefni, sáran verk í þófann á hægri fæti framan við ilina, sem svo leiðir fram í tærnar. Kemur og er lengi sár og fer ekki fyr en ég stend upp og geng á þófanum. Get ekki greint þetta sem krampa, en má ekki vera í neinu sem að mér þrengir, ekki einu sinni í venjulegum sokk. Ef ég fer í þá skó sem ég hef hingað til notað kemur tessi vetkur einnig í göngu og ég verð að fara úr skónum til að hafa viðþol. Nota núna víða sokka og stærri skó og þá er allt í lagi – nema í hvildarstellingum.
Tvö ár síðan ég varð þessa var og er að ágerast – veldur mér sveftruflunum.
Ég er 81 árs, hraustur vel finnst mér.

Sæll,

Þetta er eitthvað sem þyrfti líklega að athuga fyrst þetta er að hrjá þig svona mikið. Ég mæli með að þú pantir þér tíma hjá þínum heimilislækni sem getur ráðlagt þér áfram.

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur