Er 19 ára strákur og er búinn að vera að glíma við phimosis í nokkur ár, hef farið á daktacort og hefur það virkar ekki neitt og var að spá í að fara í umskurð hjá þvagfæraskurðlækni. Er með nokkrar spurningar um það eins og er dýrt að fara í svona aðgerð? Ég er líka mjög viðkvæmur í kónginum og fæ alltaf sting þegar ég kem við hann og var að spá hvort það væri hægt að fara í svona aðgerð útaf þá myndi kóngurinn nuddast við nærbuxunar og síðast hvernig er maður eftir aðgerð/tími sem tekur að jafna sig o.fl.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Ef hefðbundin meðferð hjá heilsugæslulækni hefur ekki dugað þá skaltu endilega fá tilvísun til þvagfæralæknis. Hann fer yfir með þér hvað heppilegt sé að gera fyrir þig, hverju þú megir búast við og hvað það kostar.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur