Unaðskrem á meðgöngu?

Spurning:
Fjárfesti í ,,unaðskremi" á dögunum. Man ekki hvað það heitir en byrjar á ,,Vi…" og er í lítilli túpu. Uppgötvaði svo ekki fyrr en heima að þunguðum konum er ráðið frá því að nota það. Mig langar að vita af hverju?

Inniheldur það einhver virk efni sem getur haft skaðleg áhrif á fóstur? Eða er verið að minnka áhættu á samdráttum? 

Svar:
Kremið sem þú átt við er sjálfsagt ,,Viacreme" og það ekki ætlað til nota á meðgöngu. Ástæðan er að það veldur stöðugri kynörvun í allt að 30 mínútur eftir eina smurningu og þar með veldur það samdætti í leginu og auknu blóðflæði til ytri kynfæra á kostnað blóðflæðis til legsins. Þetta veldur skertu blóðflæði  til fóstursins og getur þannig valdið fósturskaða eða fyrirburafæðingu. Að auki eru í því efni sem ekki eru æskileg fóstrinu. Slepptu því kreminu þar til þú ert búin að fæða.

 

 

 Kveðja,

 

Dagný Zoega, ljósmóðir