Undanþágulyfið Cortone

Spurning:

Hvers vegna er engan veginn hægt á þessu blessaða landi okkar, að nálgast upplýsingar um lyfið, Cortone?
Þetta er undanþágulyf sem 10 ára gömul dóttir mín hefur verið að taka og mun alltaf þurfa að taka. Ég bíð með óþreyju eftir svari og vona að þið getið veitt mér upplýsingar um lyfið. Bestu kveðjur,

Svar:

Cortone inniheldur barksterann kortisón (cortisone acetate). Hægt er að lesa um verkanir kortisóns í ýmsum bókum s.s. Martindale. Gott er að nota netið, þar eru endalausar upplýsingar en passa verður að horfa fram hjá lélegum síðum. Sláðu t.d. inn www.altavista.com og leitaðu þar beint að „cortisone” þá koma fullt af góðum síðum.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur