Undarlegar milliblæðingar

Spurning:

Komið þið sæl.

Éég er 25 ára og hætti á pillunni í mars á síðasta ári. Síðan þá hafa blæðingar verið mjög óreglulegar en núna er ég með einhvers konar milliblæðingar (mjög skrýtið blóð, eiginlega brúnt að lit) í miðjum tíðahring, en hann er eiginlega fyrsti reglulegi tíðahringurinn frá því ég hætti á pillunni.

Ætti ég að hafa áhyggjur af þessu, ég er búin að panta tíma hjá kvensjúkdómalækninum mínum en kemst ekki að fyrr en eftir rúmar tvær vikur? Gæti ég verið ólétt (sem væru MJÖG ánægjulegar fréttir)?

Með kveðju.

Svar:

Sæl.

Það er ekki óalgengt að það verði væg blæðing á fyrstu mánuðum meðgöngu. Því bendi ég þér á að taka þungunarpróf sem ætti að svara spurningu þinni. Þú skalt mæta í þennan tíma hjá lækninum þínum, sama hver niðurstaða þungunarprófsins verður.

F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón þorkell Einarsson, læknanemi