Ung á breytingarskeið?

Spurning:
Halló…ég er ung kona sem er í tilvistarkreppu,þannig er mál með vexti að ég hef verið á pillunni síðan að ég var 16 ára,í ein 7 ár þar til fyrir 2 mánuðum að ég hætti bara að fara á túr,blæðingarnar hafa farið minnkandi á svona 1 ári,urðu alltaf minna og minna og að lokum ekki neitt!!

Já og þetta fannst mér alveg hræðilegt og ég hætti að taka pilluna….hélt að þetta myndi lagast en það gerði það sko ekki ég er bara helmingi verri í skapinu og blæðingarnar eru enn jafn litlar 1 til 2 dagar…ég spyr er þetta eðlilegt fyrir jafn unga manneskju og mig?

Getur maður byrjað svona ungur á breytingarskeiðinu…ég bara botna ekkert í þessu öllu saman?

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi, þetta er örugglega ekki breytingaraldur heldur eitthvert skammtíma trufl í þinni hormónastarfsemi sem getur lagast af sjálfusér svo hafðu ekki áhyggjur, en gættu þess að þú getur auðveldlega orðið þunguð ef þú passar þig ekki. Ef þú vilt fá nákvæmlega að vita hvað er að þarf skoðun og etv rannsókn, en það er ekkert nauðsynlegt eins og er.

Bestu kveðjur Arnar Hauksson dr med