Spurning:
Sæll.
Er til einhver úði sem deyfir liminn eða eitthvað slíkt og veldur því að sáðlát verður ekki jafn fljótt?
Svar:
Athuga verður að allt það sem fer á liminn, hvort sem það er borið á hann eða úðað, fer líka í/á rekkjunautinn. Hvort sem það er í leggöng konu eða eitthvert annað. Þau efni sem eru seld við þessu ERLENDIS innihalda flest staðdeyfilyfið bensókaín en margir eru mjög viðkvæmir fyrir því og geta jafnvel fengið ofnæmisviðbrögð. Það er því mjög óráðlegt að nota slík efni, enda eru þau ekki leyfð hérlendis í þessum tilgangi. Miklu betra er að reyna að kynnast líkama sínum og rekkjunautar síns betur og vinna á málinu þannig. Ef vel tekst til þá skilar það miklu betri árangri.
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur